Hikkoría og einir

Ég elska þegar ég rekst á blogg sem smellpassar svo við minn smekk að mér líður eins og ég hafi hitt fyrir gamlan og góðan vin, frekar en alveg óþekkta manneskju í öðru landi. Kannist þið ekki við það? Ég álpaðist inn á bloggið  Hickory and Juniper eftir einhverjum krókaleiðum og það var svolítið eins og að koma heim til bestu vinkonu minnar sem ég vissi ekki að ég ætti.

Maria Confer í býr í Minnesota og bloggar um daglegt líf sitt og hversdagsævintýri, en einna helst um húsið sem hún og eiginmaður hennar eru að gera upp og öll diy-prójektin sem þau hafa tekist á hendur í tengslum við það. Ég er ekkert lítið inspíreruð! Fiffuðu IKEA-stólarnir mættu alveg flytja heim til mín og þetta ísskápsmeikóver er stórsniðugt. Ég á eina rúllu af veggfóðri sem ég fékk á gjafverði á flóamarkaði á Ísafirði. Ætli þetta væri verðugt hlutverk fyrir hana?

Nú ætla ég að halda áfram að lesa mig aftur á bak í gegnum bloggið hennar og bæta henni á leslistann minn góða. Og láta mig dreyma um að ég eigi hús frá 1927 sem ég er að gera upp. Jájá.

Allar myndir eign Maria Confer, fengnar að láni frá Hickory and Juniper og linkaðar við færslurnar.  

p.s. Hversu krúttlegt er orðið hikkoría? Ég þarf að fara að koma því að í daglegu tali.

Auglýsingar
Merkt ,

3 hugrenningar um “Hikkoría og einir

  1. Maria skrifar:

    You’re so sweet, Sunna!! I’m so glad you found me! Your blog is amazing and I can’t wait to get reading. Plus, the google translate isn’t too crazy. Yay! ;)

  2. […] var þegar búin að skrifa um Mariu á Hickory and Juniper. Næst er Elsa Billgren. Kannski hefði ég átt að byrja á henni. Elsa […]

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: