Nesti og nýir skór

Síminn minn góði er næstum stöðugt á lofti þessa dagana, enda endalaust hægt að mynda litla dýrið með bollukinnarnar. Ýmislegt annað slæðist líka með. Þessar eru nýleg instagrömm (sjá hér) frá Klapparstígsfrúnni.

Instaskór

Ég fékk nesti og nýja skó á Timberland-útsölunni og gæti ekki verið ánægðari. Nú verð ég ekki lengur blaut í fæturna um leið og það dropar úr lofti. Vei! Barnið þreytti líka frumraun sína í Kringlunni og stóð sig með prýði. Hann hélt þetta út í tæpan klukkutíma – sem er einmitt mjög svipað Kringluþol og pabbi hans hefur. Þeir eru fínir saman.

Instalönd

Þjóðlegu glasabakkarnir sem komu upp úr einum jólapakkanum gleðja augað jafnmikið og hjartað.

Instaselir

Þessir blöstu við mér í glugga einnar af óteljandi minjagripaverslunum í miðbænum. Það er eitthvað pínulítið óhugnanlegt við þetta, er það ekki?

Instatær

Þessar tær… Í þetta sinn ofan á ullarteppinu sem minn elskulegi fékk úr jólapakka frá vinnunni sinni. Takk Snaps, segi ég. Það er dásemd.

IMG_0948

Loks ein sjálfsmynd af undirritaðri, sem er oftar en ekki einmitt svona þessa dagana… Geisp.

Auglýsingar
Merkt , ,

2 hugrenningar um “Nesti og nýir skór

  1. Tanja Dögg skrifar:

    Æðisleg síða sem þú ert með, hún er búin að koma sér fyrir í Bookmarks hjá mér ;-)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: