Eitt skref

Hin lengsta ferð hefst á einu skrefi, sagði einhver spekingurinn. Kannski Konfúsíus, kannski Lao Tse. Kannski fimmtug húsfrú í Alabama, svona týpa sem gengur um í prjónapeysu úr pólíesterblöndu með ásaumaðri mynd af hvolpi. Snöggt gúgl fær ekki úr því skorið. En satt er það, sama hver hugsaði það fyrst eða sagði upphátt eða skrifaði á bloggsíðu.

Hér er tekið skref. Hvort ferðin verður löng á alveg eftir að koma í ljós. Og ég ætla að sleppa öllum yfirlýsingum þar að lútandi og strengi þess hér með heit að biðjast aldrei, aldrei afsökunar á því hversu langt líði á milli pósta á þessum vettvangi. Og hafiði það.

Kannski er rétt að deila einhverju örlitlu um sjálfa mig í þessu fyrsta skrefi. Hér er skemmtileg – eða ekki – staðreynd: ég hef fengið hælsæri í hverri einustu ferð sem ég hef tekist á hendur/fætur. (Og önnur: ég er dálítið fyrir ýkjur.) Nei í alvöru. Ef ég þarf að ganga lengra en út í sjoppu eru miklar líkur á því að ég uppskeri að minnsta kosti eina blöðru.

Þannig er nú það. Skrefið tek ég samt.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: