Bumburass bollukinn

Bessi 3 jan

Hugmyndir og lystisemdir, sögur og sorgir, rauðvín og rósmarín sagði ég víst. Ég held það nái ágætlega yfir helstu hugðarefni húsfreyjunnar að svo stöddu. Ekki svo að skilja að rósmarín sé endilega uppáhalds kryddjurtin mín, orðið fer bara eitthvað svo vel á tungu, og harmónerar svo skolli vel við rauðvín. Sem er endilega uppáhalds. Og hvítvín. Og góður bjór. (Fer þessi brjóstagjöf ekki að klárast? Nei? Fæn.)

En það er kannski rétt að viðurkenna það strax fyrir bæði umheiminum og sjálfri mér að stór hluti þessa pláss mun eflaust fara undir myndir af herra Bumburassi bollukinn, réttu nafni Bessa Hugin. Ég á hann. Jább. Trú storí. Reynið nú að halda öfundsýkinni í skefjum, hún fer engum vel. Annað en Bessi, hann fer öllum vel. Sérstaklega mér. Uppáhaldsfylgihluturinn minn, ever.

Hvað var ég að segja? Já, jú. Rauðvín er uppáhalds og hér verður líklega veggfóðrað með Bessa. Ég held það sé ágætt, þá hægir kannski aðeins á fækkun Facebook-vina minna. Hver vill ekki horfa á þetta dásemdarbarn daginn endilangan? Skil þetta ekki.

Kveðja, ein dáin úr ást

Auglýsingar
Merkt ,

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

Auglýsingar
%d bloggurum líkar þetta: