Mánaðarskipt greinasafn: janúar 2013

Kjúklingur með plómum

Ég er viðþolslaus, mig langar í Bíó Paradís að sjá þessa dásemd eigi síðar en akkúrat núna. Núna! Guðminngóðurjedúdda hvað þetta lítur óborganlega vel út. Marjane Satrapi heillaði mig upp úr skónum með teiknimyndinni Persepolis, sem mér fannst algerlega frábær. Kjúklingur með plómum er  leikin, en miðað við stikluna alveg ofboðslega visúalt falleg. Jeminneini. Ég er með svona Amelie-hjartslátt, þið vitið, sem maður fær þegar maður horfir á einhverja mynd sem fær hjartað til að syngja. Lalalalatída!

Ég er líka alveg stormandi hrifin af því þegar fólk notar sína eigin reynslu í sköpunarverk sín, þorir að segja sínar eigin sögur. Mér finnst það oft verða svo hjartnæmur, fallegur skáldskapur. Í mínum huga er það alltaf ákveðinn skáldskapur að segja sögur, líka ævisögur. Persepolis var sjálfsævisaga, en Kjúklingur með plómum er saga frænda Marjane, fiðluleikarans Nasser Ali Khan sem leggst í rúmið eftir að fiðlans hans brotnar.

Og svo dauðlangar mig líka að lesa Embroideries, sem fjallar um kynreynslu íranskra kvenna, skyldmenna Marjane. Hversu spennandi er það ekki?

En fyrst, kjúklingurinn.

Hver vill koma með mér í bíó, alternatívt passa Bessann?

Auglýsingar
Merkt , ,

Ævintýri og miðnætursund

Já góðan daginn. Hér er viðburðarík helgi að baki og svo einn frekar öfugsnúinn mánudagur. (Ég svaf ágætlega í nótt svo ég vil nota tækifærið og biðja manninn sem var á loftpressunni undir svölunum mínum í allan gærdag afsökunar. Ég vona að þú sért hættur að hiksta núna.) Ég hef ákveðið að líta svo á að vikan hefjist bara hér og nú. Ég rífstarta með síðasta kaffinu (Hæ Bónus, sjáumst á eftir!) og nokkrum uppáhaldsorðum sem ég hef sankað að mér á Pinterest.

Adventure - by 48 Savy Sailors

by Danielle Burkleo at Take Heart

By Gemma Goode on DeviantART

Macheete Poster by Yawn

When you get into a tight place greeting card - by Local Wisdom Cards on Etsy

P.s. Myndirnar eru linkaðar við upphaflegar færslur, ekki bara Pinterest. Blaðamanninum í mér finnst nefnilega  skipta máli að halda því til haga hver á og sagði og gerði hvað. Höfundarréttur og internetið er allt saman frekar klístrað mál (stikkí bissniss, sko) en það er nú lágmark að reyna að finna uppsprettuna, ekki satt? Og að linka á Pinterest er í mínum bókum svona svipað og að setja Wikipedia-heimild í heimildaskrá í meistararitgerð. Ósmart. Vægast sagt. Ókeihættaðvælabless.

Merkt , , , , ,

Vaknaðu

Þetta. Er. Snilld. Vekjaraklukku-dock (er til íslenskt orð fyrir það?) fyrir iPhone. En ofboðslega snoturt! Því miður uppselt, sýnist mér, en það má vonast eftir nýrri sendingu…

Við gerðum heiðarlega tilraun til að nota aktúal vekjaraklukku í staðinn fyrir símana okkar hérna um daginn. Hún fór þannig að klukkan flaug í gólfið og laskaðist aðeins og allir fengu vægar hjartsláttartruflanir sökum hávaða. Klukkan sú hefur nú það eina hlutverk í lífinu að leiða mig í allan sannleika um á hvaða ókristilega tíma ég er að vakna um miðjar nætur til að gefa bolludreng að drekka. Hann er sem betur fer orðinn svo snöggur að ég er hætt að telja mínúturnar með grátstafinn í kverkunum. Ég hugsa einhvern veginn að þegar fram líða stundir muni ég þróa með mér óbeit á blessaðri klukkunni. Þetta dokk má þá alveg leysa hana af.

p.s. Í öðrum fréttum er þetta algerlega dásamlegur pistill frá Láru Björg, fyndnustu konu Íslands? Hóhóhó hvað ég hló.

Merkt , , ,

Símalíf

Svipmyndir úr símanum mínum frá síðustu dögum og vikum.

insta1

1. Þetta með að liggja er fyrir smábörn, Bessi vill sitja. 2. Gígasalt úr einhverju kvöldpoppinu.

3. Fæðingarmöllettið heldur áfram að dafna. 4. Takameð-sushi fyrir smá vinaafmælisfögnuð.

5. Morgunkúr með morgunkrútti. 6. Númi the dawg fór í bað eftir þriðju gullnu sturtuna.

7. Slowfood. 8. Egó 1.

9. Egó 2 með óléttuhárið… Plís ekki fara strax! 10. Bestu tærnar í bænum.

11. Bestabarnið. 12. Og merkilegasta myndin: Foreldrarnir fóru á bar. Að kvöldi til. Það. var. æði.

Þannig var það!

Merkt , , ,

Náttúrulegur nammigrís

nammi5

Ég heiti Sunna og ég er gotteríisgrís. Ég er fyrir löngu búin að gefa þá von upp á bátinn að það muni nokkru sinni breytast. Í hvert skipti sem ég heyri tölur yfir hvað Íslendingar innbyrða af sælgæti, gosi og öðru sukki á ári hverju fæ ég sting í magann og kreisti aftur augun og fer að telja kindur eða rifja upp trúarjátninguna – allt til að forðast að hugsa um hversu stórum hluta þeirrar neyslu ég er ábyrg fyrir, svona prívat og persónulega! Í seinni tíð hef ég þó smátt og smátt fikrað mig fjær blandípokanu og nær náttúrulegri sætindum. Og hér er lausnin á sætindalöngun komin. Þetta náttúrulega nammi er svo gott að það skákar öllum bingókúlum og hlaupböngsum þessa heims.

nammi2

Grunnuppskriftin er héðan. Ég hef svo fiktað dálítið í henni eftir því hvað ég hef átt í skápunum hverju sinni.

Að þessu sinni var hún svona:

1 bolli blandaðar valhnetur og kasjúhnetur (líklega 70% valhnetur)

1 + 1/3 bolli ferskar döðlur

1 tsk vanilla

1 klípa sjávarsalt (smakkið til!)

3 msk gott kakó

2 msk kakónibbur

Aðferðin gerist ekki einfaldari: blandið öllu saman í matvinnsluvél þar til úr verður klístrað deig. Ég nota yfirleitt fersku döðlurnar með steinunum í – sem ég fjarlægi auðvitað – en hef líka notað þær í pokunum frá Himneskri hollustu. Þá þarf líklega að bæta smá vatni út í svo deigið loði saman, en bara örlitlu í einu. Annars skiptir höfuðmáli að nota gott kakó! Ég kaupi Green & Black’s í Heilsuhúsinu.

nammi4

Rúllið litlar kúlur úr deiginu og setjið í lítil konfektform. Eða, raðið á bökunarpappír og setjið í eitthvað geymsluílát, ef þið gleymduð að kaupa formin eins og ég. Geymið í ísskáp og laumist samviskulaust í dunkinn þegar sætindaþörfin lætur á sér kræla.

nammi3

nammi6

Bon appetit!

Merkt , , ,

Only the cat is poetry

Kisa 1

„The dog may be wonderful prose, but only the cat is poetry“, segir franskt máltæki.

Ég fann þessar myndir á ráfi aftur í tímann í iPhoto-inu mínu. Teknar hjá mömmu í Svíþjóð fyrir tæpum tveimur árum. Í kjölfarið saknaði ég a. linsunnar minnar góðu sem tók svo fallegar myndir. Hún varð fyrir óhappi og lét lífið á Indlandi. Æ, hvað mig langar í nýja! b. kisunnar hennar mömmu, sem hún varð að láta frá sér.  c. kettlinganna fjögurra. Það útskýrir sig sjálft. Hvað er huggulegra en að hafa svona gaura bröltandi á sér? Jú, ókei, hálsakotið á Bessanum, en mjög fátt annað.

Kisa 2

Kisa 3

kisa 4

Dísús. Mig langar í kött. Hvernig ætli það samræmist lífinu á þriðju hæð og með ungabarn? Hm? Risakattastigi upp á svalir, er það eitthvað?

Merkt , ,

Ást í netheimum: Elsa Billgren

En annan söndag - Elsa Billgren

Ég hafði hugsað mér að gera Ást í netheimum að smá seríu og deila nokkrum af uppáhaldsbloggunum mínum. Eða kannski mörgum. Því þau eru firnamörg. Mér finnst nefnilega svo dásamlega gaman að fikra mig áfram eftir bloggum eins og stíg; finna eitthvað sem mér líkar við og láta þann bloggara benda mér áfram að sínum uppáhöldum. Hinir alþjóðlegu bloggheimar státa nefnilega af litlum samfélögum – nokkurs konar afmörkuðum, stafrænum hverfum. Þar býr fólk sem hefur svipaðan smekk og dáist hvert að öðru. Maður getur eiginlega séð það fyrir sér veifa hvort öðru yfir götuna eða spjalla yfir rjúkandi kaffibolla. Ef maður er svo heppinn að finna réttan stíg ratar maður inn í hverfi sem er eins og manns eigið, eins og maður sé að koma heim. Og finnur lyktina af kaffinu.

Ég var þegar búin að skrifa um Mariu á Hickory and Juniper. Næst er Elsa Billgren. Kannski hefði ég átt að byrja á henni. Elsa skrifar nefnilega allralangmestbestauppáhaldsbloggið mitt í heiminum. Og ég vil að sem allra flestir viti af því. 

Torsdagsprep - Elsa Billgren

Eins og mörg blogganna sem ég les er þetta á sænsku. Elsa er sumsé sænsk. Hún er sænsk og rauðhærð og góður ljósmyndari og frábær penni og stöðug uppspretta hugmynda og innblásturs. Hún er 27 ára gömul og þegar búin að gera meira en mig dreymir um að koma í verk fyrir fertugt, eða bara nokkurn tíma: hún er einn þáttastjórnanda hönnunarþáttarins Äntligen hemma, er sérfræðingur í öllu sem viðkemur vintage-klæðnaði, er að fara að gefa út bók á næstu vikum og safnar gömlum brúðarkjólum sem hún leigir síðan út. Konan er ótrúleg. Hún kemur fram í útvarpsþáttum og sjónvarpi og kann að dekra við sjálfa sig og drekkur spennandi drykki og borðar á spennandi stöðum.

Og myndirnar. Maður minn:

saker och ting - Elsa Billgren

Thursday - Elsa Billgren

I <3 Paris saturday - Elsa Billgren

blackberry pizza and dessert - Elsa Billgren

I <3 Paris, friday I - Elsa Billgren

Saturday breakfast - Elsa Billgren

Elsa býr í lítilli íbúð í Stokkhólmi með svörtum ketti, bleiku píanói og eiginmanninum sem hún kallar úlfinn (Vargen), eldar girnilegasta mat í geimi, dýrkar París og skilur þýsku. Hún skrifar um ástina, vináttu, að líða vel í eigin skinni og allt mögulegt annað, bæði það sem er skemmtilegt og snúið í lífinu. Það allra besta við hana er kannski sambandið á milli hennar og tryggs lesendahóps. Ég held ég viti engan annan hóp sem þykir svona vænt um bloggarann „sinn“. Og öfugt.

friday outfit - Elsa Billgren

Elsa skrifar stutta samantekt á ensku við hverja bloggfærslu og svo má náttúrulega alltaf notast við google translate. Eða bara falla í stafi yfir myndum og geta í eyðurnar. Eða fara að læra sænsku. Elsa og bloggið hennar er bara fínasta ástæða til þess.

Sem sagt. Mæli endalaust mikið með. Aftur: hér.

Allar myndir fengnar að láni frá Elsu og linkaðar við bloggfærslurnar. 

Merkt , , , ,

Hugrekki og hjartans mál

pink day ♥♥

Nú er ég búin að gleyma hvenær ég sá og heyrði Brene Brown og TED-fyrirlesturinn hennar fyrst, en ég varð hugfangin. Ég hef horft á hann þrisvar sinnum síðan og meira að segja bloggað um hann áður, á litla vanrækta enskublogginu mínu (hér). Í heimi sem mér finnst stundum eins og snúist um að virka sem mest töff og ósæranlegur talar Brene Brown um mikilvægi þess að vera samkvæmur sjálfum sér og að hafa hugrekki til að vera auðsærður, eða „vulnerable“. Kona að mínu skapi, enda er ég ekki beint þekkt fyrir harða skel. Og svo er hún hrikalega skemmtileg líka.

Eitt kvót úr þessum frábæra fyrirlestri:

“The word courage originally came into the English language from Latin, cor. Meaning heart. It’s original definition was “to tell the story of who you are, with your whole heart”. “

Fallegt? Fyrirlesturinn má sjá hér og ég mæli sterklega með því að þið gefið Brene tuttugu mínútur af tíma ykkar í dag. Gott fyrir hjartað og sálina og hláturtaugina líka. Mína, að minnsta kosti.

Myndin héðan.

Merkt , , , ,

Grænn janúar: granateplagrín

Granatmyntukínóa

Ég þarf ekki að vera ólétt til að fá skyndilega óstjórnlega löngun í einhvern ákveðinn mat. (Ég er að horfa á ykkur, grænu frostpinnar.) Um daginn varð ég allt í einu illa haldin af granateplaþrá. Ég hafði held ég aldrei borðað granatepli fyrr en þau dúkkuðu upp í hverju einasta ávaxtasalati sem við pöntuðum okkur á Indlandi í fyrra. Og ég borðaði svona þrjú salöt á dag síðustu vikurnar okkar, á ströndinni í Góu. Mögulega tengdist það því að ég var einmitt ólétt, án þess að vita af því, og þar sem ég hafði að mestu leyti lifað á hvítu hveiti og brasolíu vikurnar þar á undan hafði líkaminn mögulega smá þörf fyrir bætiefni. Ég fékk hreinlega ekki nóg af ferskum ávöxtum, og granateplin voru algerlega punkturinn yfir i-ið. Þegar þau eru fersk eru þessir litlu gimsteinar alveg passlega fastir undir tönn, sætsúrir og safaríkir. Og svo gera þeir bókstaflega allan mat girnilegan.

Ég gerði mér þess vegna sérstaklega ferð í Hagkaup, birgði mig upp af granateplum og át svo þetta kínóasalat í öll mál í nokkra daga. Það varð eitthvað svona rauð-grænt jólaþema, alveg óvart. Spínat, gúrka, mynta, granetepli og radísur og svo nokkrar ristaðar möndlur og smá vinagretta (gott orð). Dýrlegt. Og nú þarf ég ekki að borða annað granatepli fyrr en á næsta ári.

Er ég annars ein um svona æði? Eða eru fleiri sem fá svona dillur?

Merkt , ,

Skandalí, skandala-la-la

pelsar1

Ég útsöluskandalíseraði.

Síðustu ár hefur vetraryfirhöfnin mín – fyrir utan dúnúlpuna sem hefur bjargað lífi mínu oftar en einu sinni og oftar en tvisvar – verið silfurgrár kanínupels sem ég fékk að gjöf frá ömmu minni, eins og svo ótal margt annað fínerí. Hún á djúpa fataskápa, konan sú, og við mæðgurnar höfum svo sannarlega notið góðs af í gegnum árin. Sá grái er enn ljómandi fallegur, en mig var nú samt farið að langa í annan, helst í hlýrri lit, til skiptanna. Þegar leið mín lá fram hjá Gyllta kettinum voru örlög mín ráðin. Pelsar og kápur á 7.000 krónur stykkið? Hvað gerir kona þá? Jú, hún kaupir tvo. Nefnilega. Bæði er best, eins og móðir mín ástkær segir.

Og svo tekur kona myndir af sjálfri sér í umræddum pelsum í mjög litlu ljósi í eftirmiðdaginn. Og í kjánakasti, eftir 500 illa undirlýstar og úr-fókus tilraunir. Voila.

Merkt ,
Auglýsingar